K11 Air Loft á Íslandi

Með stöðugri nútímavæðingu kemur nýjasta tækni í ljósabekkjum…K11 Air Loft ALL LED ljósabekkurinn. Örar framfarir í nútíma tækninýjungum á síðustu árum hafa þróast í þennan ótrúlega, einstaka, ALL LED ljósabekk. SunControl eiginleikinn sem býður upp á sérsniðna fegurð og brúnku þýðir að þetta er valkostur fyrir alla! SunFinity LED brúnkutækni fyrir líkama og andlit gefur ótrúlegan árangur OG veitir 26% MEIRA UVA + 33% MEIRA UVB í andliti og á hálssvæði .

Hin sláandi hönnun eins og þú sért undir berum himni, með grípandi Loft Infinity speglum, sem mun skilja þig eftir afslappaðan og brúnan/n. Stjórnaðu fullkomnlega styrk í andliti og líkama með kælingu fyrir bæði líkama og andlit.

KBL K11 Air Loft – ekki bara fallegur pakki… heldur ALLUR pakkinn.

Gerðu ljósatíma upplifunina enn sérstakari. Veldu draumaáfangastaðinn þinn, færðu sólina á þann tíma dags sem þú vilt og njóttu eins og þú sért í stuttri utanlandsferð!

Upplifðu sólarupprásina á Capri (miðlungs sól – fyrir þá sem fara regluglega), njóttu hámarkssólskinsins frá Hawaii (mikil sól – fyrir þá sem eru þrælvanir) eða finndu sólsetrið í Hamptons (viðkvæm sól – fyrir þá sem fara sjaldnar og eru viðkvæmari fyrir sól).

Árangur – Umbreyting – Nýsköpun.