Megin bandvefsgerð (einskonar stoðefni) i líkamanum eru kollagen og elastín. Kollagen er niðsterkt og gefur lítið eftir. Trefjafrumur leggja niður kollagen a æskilegum stöðum, t.d. brjóski, sinum o.s.frv.. Hinsvegar er elastín ekki eins sterkt en er teygjanlegt og það finnst i miklu magni i því sem verður að vera teygjanlegt, t.d. æðum, vöðvum, o.s.frv.
Kollagen er ábyrgt fyrir þéttleika, teygjanleika, mýkt og raka húðarinnar. Jafnframt stjórnar kollagen endurnýjun fruma.Þegar við eldumst minnkar hæfni líkamans til að framleiða Kollagen. Rannsóknir sína að öldrun húðar á sér að mestu stað í bandvefnum, þar sem megin uppistaðan er Kollagen. Afleiðing af hrörnun Kollagen trefja er hrukkumyndun.
Öldrun húðar má rekja til tveggja megin þátta. Því eldri sem húðin er því hægari verða efnaskipti hennar. Þetta leiðir til minnkunar á frumuorku trefja frumna en þær eru ábyrgar fyrir framleiðslu kollagens og elastíns.. Jafnframt minnkar geta líkamans til að útvega trefja frumunum nægilega næringu.
Sem afleiðing af minnkun á kollagen og elastín framleiðslu er að húðin hrukkast og verður losaraleg.
Hvernig virkar Kollagen ljós?
Rauður geislinn virkar sem orkugjafi fyrir trefjafrumurnar þannig að þær fara að framleiða elastín og Kollagen af meiri krafti.
Full meðferð er 2-3 sinnum í viku í 8 – 12 vikur. Eftir það er gott að koma 3-6 sinnum í mánuði til að viðhalda árangrinum.
Sjáanlegur árangur er eftir 4 – 6 vikur.
Meðferð í rauðu Kollagen ljósi hægir á öldrun og hjálpar húðinni að halda þéttleika sínum. Ávinningurinn er:
- Augljós „ anti – aging“ áhrif
- Minnkun á hrukkum, aðallega háls og svæðið kringum munn, varir og augu
- Mýkri og stinnari húð
- Endurnýjun Kollagens og Elastíns trefja
- Bætir súrefnisflæði og hreinsunareiginleika húðarinnar
- Örvar efnaskipti
- Gefur heilbrigðari húð
- Engin neikvæð eða skaðleg áhrif
- Er algjörlega sársaukalaustÖldrun húðar má rekja til tveggja megin þátta. Því eldri sem húðin er því hægari verða efnaskipti hennar. Þetta leiðir til minnkunar á frumuorku trefja frumna en þær eru ábyrgar fyrir framleiðslu kollagens og elastíns.. Jafnframt minnkar geta líkamans til að útvega trefja frumunum nægilega næringu.
Sem afleiðing af minnkun á kollagen og elastín framleiðslu er að húðin hrukkast og verður losaraleg.